Syngjum saman í Hannesarholti með Hólmari og Hörpu

  • 13.9.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg

Hannesarholt hefur hlúð að sönghefðinni síðastliðin rúm sjö ár með því að bjóða reglulega uppá fjöldasöng í Hljóðbergi. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Söngvarinn Hólmar Guðmundsson hóf tónlistarnámið sitt í tónlistarskóla Hafnarfjarðar ungur að aldri. Hann söng með menntaskólakórnum sínum á unglingsaldri og nam síðan jazzsöng við tónlistarskóla FíH / MÍT. Hann ásamt Hörpu Þorvaldsdóttur velja uppáhalds lögin sín til að leiða sönginn í Syngjum saman í Hannesarholti.

Harpa hefur haldið utanum söngstundirnar í Hannesarholti síðustu misseri. Hún er tónlistarkona og tónmenntakennari og hefur margoft stjórnað Syngjum saman í Hannesarholti, auk þess sem hún stjórnar söng á sal í Laugarnesskóla og á Hrafnistu. Streymt verður frá söngstundinni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Hannesarholt er opið frá 11:30-17 alla daga nema mánudaga og eldhúsið er opið á sunnudögum til kl.14.30.