Syngjum saman í Hannesarholti með Þráni Árna
Jólalögin, heita súkkulaðið og allir sultuslakir.
Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarkennari og gítarleikari í hljómsveitinni Skálmöld ætlar að halda í jólahefðina og mætir í Hannesarholt sunnudaginn 6. desember með jólahugvekju og söng í beinu streymi á fésbókarsíðu Hannesarholts.
Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá Syngjum saman tvisvar í mánuði alla jafna, og alla sunnudaga í beinu streymi í samkomubanni. Textar á tjaldi svo allir geta tekið undir. Fólki er velkomið að kaupa miða til að styrkja viðburðinn, annars er gert ráð fyrir þátttöku að heiman í gegnum skjáinn..