Syngjum saman í Hannesarholti með Domus Vox

  • 20.12.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg í beinu streymi

Síðasta söngstund í streymi frá Hannesarholti á árinu er lifandi jólakveðja frá Sönghúsinu Domus vox til kórfélaga og landsmanna allra summudaginn 20.desember kl.14. Hanna Björk Guðjónsdóttir söngkona leiðir sönginn við píanóleik Jóns Elíssonar. Nokkrir kórfélagar úr Stúlknakór Reykjavíkur, Aurora, Vox feminae og Cantabile taka hressilega undir með Margréti Pálma. Engir aðrir aðventutónleikar verða haldnir þetta árið og eru kórkonur hvattar til að syngja með heima ásamt öllum landsmönnum.

Syngjum saman hefur verið fastur viðburður í Hannesarholti frá stofnun fyrir tæpum átt árum. Í samkomubanni hefur söngstundinni verið streymt frá Hannesarholti alla sunnudaga, og má njóta þeirra allra áfram, því þær hlaðast upp á fésbókarsíðu Hannesarholts og síðar á heimasíðunni einnig. Eflum andann og stöndum saman og njótum hátíðanna.

Gleðileg jól !