Syngjum saman með Hörpu Þorvalds

  • 19.1.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1000

Syngjum saman með Hörpu Þorvalds í Hannesarholti sunnudaginn 19.janúar 2020 kl.14.

Hannesarholt hefur frá upphafi hlúð að sönghefð íslendinga og býður upp á klukkustundar fjöldasöng á tveggja vikna fresti í vetur, þar sem textar birtast á tjaldi, tónlistarmaður leikur með og stjórnar fjöldasöng. Allir taka undir með sínu nefi og börn frá frítt inní fylgd með fullorðnum. Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og tónmenntakennari heldur utanum söngstundirnar í vetur eins og í fyrra og hefur leikinn. Hún er kórstjóri í Laugarnesskóla í Reykjavík og sér meðal annars um morgunsöng þar á hverjum morgni auk vikulegrar samsöngsstundar á Hrafnistu í Reykjavík. Söngurinn er henni mikið hjartans mál, sem sameinar kynslóðir, varðveitir tungumálið og hressir bætir og kætir.

Opið í veitingastofum Hannesarholts frá 11.30-17