Syngjum saman með Margréti og Ársæli

  • 10.3.2019, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1.000

Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson fá gesti Hannesarholts til að syngja með sér ýmis ástar- og átthagalög sem allir kunna. Bæði fást þau mikið við tónlist, Margrét stjórnar til dæmis Múltíkúltíkórnum, fjölþjóðlegum sönghópi kvenna, og Ársæll hefur leikið á gítar við ýmis tækifæri og með alls kyns hljómsveitum, svo sem Stórsveit Reykjavíkur og Bítilbræðrum.