Syngjum saman í Hannesarholti

  • 27.9.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1000

Hannesarholt hlúir að sönghefðinni með því að bjóða uppá fjöldasöng í Hljóðbergi tvisvar í mánuði alla jafna yfir vetrarmánuðina. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir.

Skotfjelagið forfallast, en unnið er í því að fá aðra til að leiða sönginn sunnudaginn 27.september kl.14.

Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Streymt verður frá viðburðinum fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá 11:30-17 á sunnudögum og helgardögurður er framreiddur til 14.:30.