Syngjum saman með Svavari Knúti

  • 20.10.2019, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1000

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar: sönghefðinni og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks.

Okkar ástsæli Svavar Knútur stjórnar söngstundinni 20.október kl.14 af alkunnri snilld. Eins og jafnan er ókeypis fyrir börn að taka þátt í söngstundinni í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur inn. Textar á tjaldi og allir taka undir með sínu nefi í klukkustund. Syngjum saman er alla jafna tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina. Allir velkomnir.

Veitingastaðurinn í Hannesarholti er opinn frá kl.11.30 til 17 og risloftið stendur til boða allan daginn.