Syngjum saman með Svavari Knúti

  • 22.3.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1000

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar: sönghefðinni og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks alla jafna annan hvern sunnudag. Á meðan á samkomubanni stendur gefum við í og höldum samsöng alla sunnudaga. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir.

Okkar ástsæli Svavar Knútur Kristinsson stjórnar samsögnum og leikur á gítarinn og ukulele. Svavar hefur margoft stjórnað samsöng í Hannesarholti við mikla gleði gesta. Streymt verður frá samsöngnum á fésbók að vanda og þeir sem ekki eiga heimangengt geta notið heima hjá sér.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá kl.11.30-17. Helgardögurður er framreiddur til kl.14.30.