Syngjum saman með Þórunni Harðardóttur

  • 6.10.2019, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1000

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar: sönghefðinni og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks.
Þórunn Harðardóttir leiðir söngstundina sunnudaginn 6.október kl.14. 

Eins og jafnan er frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 krónur inn. Textar á tjaldi og allir taka undir með sínu nefi í klukkustund. Syngjum saman er alla jafnan tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina. Allir velkomnir.

Veitingastaðurinn í Hannesarholti er opinn frá kl.11.30 til 17 og risloftið stendur til boða allan daginn.