Syngjum saman með Valgerði Jónsdóttur og Þórði Sævarssyni

  • 20.1.2019, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1.000

Hjónin Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona og Þórður Sævarsson, gítarleikari, hafa unnið saman í tónlistinni frá unglingsaldri,  gefið út eigið efni og komið fram á ótal tónleikum og viðburðum á Íslandi, í Danmörku og fleiri löndum.

Síðast liðin tvö ár hafa þau starfað undir nafninu Travel Tunes Iceland við að kynna íslensk þjóðlög fyrir ferðafólki. Valgerður hefur stjórnað fjölda söngstunda fyrir börn og fullorðna og stýrir m.a. þremur kórum á Akranesi, þar sem hún og Þórður eru búsett. Þau hjónin reka þar fyrirtæki sitt, afþreyingarsetrið Smiðjuloftið.