Syngjum saman með Vísum&skvísum

  • 2.2.2020, 14:00 - 15:00, Hljóðberg, 1000

Hannesarholt hlúir að innsta kjarna íslenskrar menningar: sönghefðinni og býður uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks. Tvíeykið Vísur&skvísur leiðir samsönginn sunnudaginn 8. febrúar kl.14. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Textar birtast á tjaldi og allir taka undir.

Vísur&skvísur samanstendur af þeim Vigdísi Hafliðadóttur og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur, en þær hafa báðar stundað nám við Norræna Vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð. Á heimaslóðum vilja þær nú færa löndum sínum fagnaðarerindið: Vísnasöng, þar sem í samtali við áhorfendur eru flutt lög úr ýmsum (oftast norrænum) áttum sem spanna breidd tilfinninga þar sem textinn hefur ekki síðra vægi en laglínan. Þær héldu fyrst samsöng í Hannesarholti á síðstu önn.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá kl.11.30-17.