Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Björk Níelsdóttir og Kaja Draskler frumflytja ný verk í Hannesarholti

janúar 25 @ 20:00

| ISK2000
event-photo

Tónskáldin og tónlistarkonurnar Björk Níelsdóttir og Kaja Draskler frumflytja eigin verk þar sem þær leiða áheyrendur í tónlistarlegt ferðalag á landamærum klassískrar tónlistar, djass og spuna.

Kaja Draskler hefur verið áberandi í djass-senunni í Amsterdam, þar sem hún er búsett, en hún hefur samið verk fyrir alþjóðlega hópa, allt frá kórum og kammerhópum til stórsveita og sinfóníuhlómsveita.

Björk Níelsdóttir hefur komið víða fram, m.a. á tónleikaferðalagi með Florence and the Machine og Björk, ásamt því að hafa komið að fjöldamörgum óperuuppfærslum víða í Hollandi.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts og er miðaverð kr. 2000,-

Opið verður í Veitingastofum Hannesarholts fyrir og eftir tónleika. Borðapantanir í s. 511 1904, á hannesarholt [at] hannesarholt.is eða í gegnum Facebook síðu Hannesarholts.

Upplýsingar

Dagsetn:
janúar 25
Tími
20:00
Verð:
ISK2000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/concerts/1/10323/Bjork_Nielsdottir_og_Kaja_Draskler-tonleikar_i_Hannesarholti

Skipuleggjandi

Björk Níelsdóttir
Sími:
0031-647016446

Staðsetning

Hljóðberg
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map