Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Bókakynning Söngurinn og sveitin og Tíminn snýr aftur

07/12/2017 @ 17:45

BókakynningMosó

Á bókakynningunni verða kynntar bækurnar Söngurinn og sveitin, ævisaga Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu og Tíminn snýr aftur, sem inniheldur ljóð og örsögur. Guðrún Tómasdóttir aflaði sér menntunar af miklum dugnaði og hálfþrítug hélt hún til söngnáms í New York. Hún fluttist svo aftur í sveitina í Mosfellsdal. Hér segir hún frá kynnum sínum af fjölmörgu tónlistarfólki á þeim áratugum sem íslensk tónlist tók miklum framförum. Í bókinni Tíminn snýr aftur eru mörg viðfangsefni bókarinnar kunnugleg, t.d. hagfræði, biblíusögur og bókmenntir. En þegar betur er að gáð leynist fiskur undir steini og undarlegar spurningar spretta fram. Varð Fjallkonan til fyrir misskilning? Er Júdas svikari? Er jörðin flöt og hverafuglar til í raun og veru? Kannski er tíminn hið raunverulega viðfangsefni bókarinnar. Hann er týndur en snýr aftur líkt og Gissur gullrass í einni af örsögum bókarinnar. Báðar eru þessar bækur skrifaðar af Bjarka Bjarnasyni, rithöfundi. Hægt verður að kaupa bækurnar á staðnum. Allir velkomnir.

Upplýsingar

Dagsetn:
07/12/2017
Tími
17:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Veitingastofur 1.hæð