Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Hafdís Huld – Dare to Dream Small

18/11/2017 @ 20:00

| ISK3500
Hafdis Huld
Hafdís Huld – Dare to Dream Small
Tónlistarkonan Hafdís Huld sendi fyrr á árinu frá sér sýna fjórðu sólóplötu Dare to Dream Small og heldur nú loksins tónleika hér á landi til þess að fagna útgáfunni. Platan hefur fengið frábæra dóma bæði hér heima og erlendis þar sem vandaðir textar og fallegar útsetningar hafa vakið sérstaka athygli og gagnrýnendur eru á einu máli um að þetta sé hennar besta verk til þessa. Með Hafdísi á tónleikunum verður Alisdair Wright en saman hafa þau komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum um allan heim undanfarin 11 ár, nú síðast á vel heppnaðri tónleikaferð í Kína.
Dare to Dream Small er líkt og fyrri plötur Hafdísar gefin út í samstarfi við breska fyrirtækið Redgrape Music en Hafdís hefur starfað mikið í Bretlandi síðan hún lauk þar framhaldsnámi í tónlist árið 2006. Hafdís og Alisdair hafa getið sér gott orð þar í landi fyrir vandaðan tónlistarflutning og skemmtilega sviðsframkomu og uppselt var á Dare to Dream Small tónleikaröð þeirra í Bretlandi nú í sumar.
Á efnisskránni verða lög af nýju plötunni í bland við vel valin lög af fyrri plötum Hafdísar, sem mörg hver hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.

Upplýsingar

Dagsetn:
18/11/2017
Tími
20:00
Verð:
ISK3500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/10230/Hafdis_Huld-Dare_to_Dream_Small

Skipuleggjandi

Hafdís Huld

Staðsetning

Hjóðberg