Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Í hennar sporum á konudaginn – Svanlaug Jóhannsdóttir

febrúar 18 @ 16:00

| ISK2000
Svanaísporum

Skór eru svo sérstakir. Þeir eru alls konar í laginu, alls konar á litinn og fjölbreytilegir eftir tísku. Það skipti máli að eiga nesti og nýja skó þegar að ævintýrin hófust og enn hefjast mörg ævintýri á nýju pari. Fyrsta ballið, útskriftin, brúðkaupið. Skór sem
glöddu, skór sem mörkuðu tímamót og skór sem tengdust ástarsorg. Konan sem eignaðist bara eitt par á ævinni og hin sem átti tvö hundruð og vildi fleiri. Skór og konur…eilíf ástarsaga.

Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur leitað uppi skópör sem eiga sér sögu. Saga kvennanna og skónna, rómantíkin, gleðin og átökin, er sögð með sögum og söngvum, tónist úr öllum áttum.

Sýningin tekur tæplega klukkustund í flutningi og í henni kemur fram ásamt Svanlaugu, Einar Bjartur Egilsson, píanóleikari. Konudagstilboð á vöfflum og kaffi á undan sýningunni á kr.1000.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
febrúar 18
Tími
16:00
Verð:
ISK2000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://www.tix.is/is/event/5586/i-hennar-sporum/

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hjóðberg