Hleð Viðburðir

Lyra fra Nord: «Unn the Deepminded – the long journey».

Sönghópurinn Lýran úr norðri „Lyra fra Nord“ segir sögu Auðar djúpúðgu í tali og tónum.

Tónleikarnir í Hannesarholti spanna helstu atriði úr ævi Auðar djúpúðgu, eins og sagt er frá henni í Laxdælasögu. Hópurinn hefur nýlega gefið út geisladiskinn „Det som bølger uti havet,“eða „Það sem aldan færir,“ með lögum og ljóðum eftir Rolf Aagaton, sem einnig leikur á lýru á tónleikunum ásamt John Vedde. Tone Holte syngur fyrir munn Auðar djúpúðgu og hefur einnig skrifað söguna í kringum tónlistina.

Fyrrnefndur geisladiskur kom út í desember 2016. Hann inniheldur bæði nýtt efni auk túlkunar á efni frá Víkingatímanum. Tónlistin er byggð á tónfræðilegum hugmyndum fólks um það hvernig víkingar tengdu við hrynjanda, melódíu og samhljóm örfárra tóna. Hér er einnig á ferðinni tilraun til að bera fram dýpri skilning á víkingatímanum í gegnum ljóð og lag. Í umsögn um diskinn segir að flutningurinn sé kraftmikill og ástríðufullur og að rödd Tone henti tónlistinni fullkomlega.

Lyra fra nord hefur komið fram á ýmsum víkingahátíðum í Noregi um árabil og meðlimir sveitarinnar kætast mjög yfir því að geta loks flutt sögu Auðar djúpúðgu í landinu sem hún gerði að sínu.

Saga Auðar djúpúðgu er sögð á ensku, söngvarnir eru fluttir á norsku.

Lýrurnar sem notaðar eru við flutninginn eru báðar eftirlíkingar af ævafornum lýrum sem fundust við fornleifagröft í Svíþjóð og Noregi.

www.lyrafranord.no

www.facebook.com/lyrafranord